Kennslusíða með tæknimyndböndum, greiningu aðsendra myndbanda, æfingaprógrömmum og uppfærðri vefútgáfu bókarinnar Skíðaganga eftir Einar Ólafsson.
Skidaganga.is er ódýr og góð leið fyrir byrjendur sem lengra komna að bæta tækni í skíðagöngu. Einnig er hér að finna leiðbeiningar um smurningu skíða og ýmislegt annað nytsamlegt tengt skíðagöngu.
AÐGENGILEGT Í ÖLLUM TÆKJUM
Hægt er að skoða innihald síðunnar í öllum tækjum, bæði Machintosh, Pc tölvum og iOS (iPhone) og Android símum sem gerir síðuna mjög aðgengilega alltaf, alls staðar.
Einari til aðstoðar á síðunni er Snorri Eyþór Einarsson ólympíufari sem hefur náð besta árangri íslendinga í skíðagöngu fyrr og síðar. Snorri fæddist á Íslandi en hefur alist upp að mestu leiti í Noregi í vöggu skíðagönguíþróttarinnar. Hann fékk góðan undirbúning og kennslu frá einum af goðsögnum skíðagöngunnar, norðmanninum Vegard Ulvang sem er margfaldur heims- og ólympíumeistari. Snorri er jafnvígur á hefðbundna göngu og skautatæknina. Það er hrein unun að sjá Snorra ganga um snævi þakta breiðuna þar sem hver hreyfing er áreynslulaus og falleg. Hann veit hvað þarf til að ná góðum tökum á nýjustu tækni enda hafa masterklass námskeiðin hans selst upp undanfarin tvö ár. Það er mikill fengur fyrir síðuna að fá Snorra í lið með okkur.
Stofnandi
Einar Ólafsson frá Ísafirði er aðal leiðbeinandi síðunnar. Hann er margfaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur ólympíufari með yfir fjörutíu ára reynslu í sportinu. Einar hefur keppt á fjöldamörgum heimsmeistaramótum og almenningsgöngum á norðurlöndunum, Evrópu og vestan hafs. Síðustu ár hefur Einar verið einn af aðalkennurunum hjá Ulli í Reykjavík og hefur tekið að sér einkakennslu í nokkur ár. Á árum áður var Einar þjálfari barna og unglinga á Ísafirði og Akureyri. Hann var í skíðamenntaskóla í Svíþjóð í þrjú ár, þar sem hann lærði að búa til prógrömm og þjálfa afreksfólk í greininni. Undanfarin ár hefur Einar einnig verið fararstjóri í skíðagönguferðum til Austurríkis á vegum Bændaferða. Árið 2013 gaf Einar út bókina Skíðaganga en það er eina íslenska skíðagöngukennslubókin sem til er á Íslandi.
Kristrún Guðnadóttir úr Ulli er einnig á nokkrum myndböndum en hún er okkar besta skíðagöngukona í dag og hefur lært skíðagönguna að mestu leiti í Noregi við bestu aðstæður sem völ er á undir góðri leiðsögn hæfra kennara. Hún stundar nám við norska íþróttaháskólann í Osló. Kristrún hefur haldið nokkur námskeið fyrir krakka og unglinga í Reykjavík. Hún er eina konan í A landsliði Íslands, enda er hún ansi spretthörð og keppti meðal annars á heimsmeistaramótinu í Seefeld í Austurríki 2019 og stóð sig mjög vel. Hún hefur mjög góða tækni í hefðbundinni göngu en þó sérstaklega í skautinu. Skidaganga.is er stolt af að hafa Kristrúnu innan sinna vébanda.
Innifalið í áskrift er aðgangur
að á milli 40 – 50 myndböndum og bætist reglulega við.
Ekki partur af netverslun.
Æfingaplanið er frá nóvember til loka apríl (Hálft tímabilið er frá febrúar til loka apríl). Þetta er ætlað öllum sem eru í sæmilegu formi og hafa einhverja reynslu í skíðagöngu eða litla reynslu.
Þetta er fyrir þá sem finnast þeir ekki nógu góðir eða svoldið góðir á gönguskíðum :). Þetta er einstaklingsmiðað prógram með skemmtilegu fólki sem finnst gaman að ögra sér og reyna svoldið á sig. Þetta er líka fyrir þá sem eru í Landvættaprógramminu og vilja fá aðeins meira út úr skíðagöngunni. Við erum vinir Landvættanna og þetta er hugsað sem viðbót við það. Þetta er fyrir þá sem ætla sér að fara sjálfir í Landvættina og ná góðum árangri í Fossavatnsgöngunni og öðrum almenningsgöngum, nú eða bara koma sér í fantagott form í frábærum félagsskap.
130.000 kr.
Árs áskrift innifalið í verði
Innifalið er sama og fyrir fullt prógram nema byrjunin er frá febrúar til loka apríl. Einnig dag fyrir dag prógram aðlagað að hverjum og einum eftir aldri, getu og markmiðum. Eftirfylgni er vikuleg með stuttum og hnitmiðuðum hvatningarpóstum. Aðstoð og ráðleggingar fyrir mót yfir keppnistímabilið.
70.000 kr.
Árs áskrift innifalið í verði
Innifalið er sama og fyrir fullt prógram eins og dag fyrir dag prógram aðlagað að hverjum og einum eftir aldri, getu og markmiðum. Eftirfylgni er vikuleg með stuttum og hnitmiðuðum hvatningarpóstum.
Aðstoð og ráðleggingar fyrir mót yfir keppnistímabilið.
60.000 kr.
Árs áskrift innifalið í verði
Farið í helstu undirstöðuatriði tækninnar hvort sem það er tækni fyrir hefðbundna skíðagöngu eða skautatækni á einfaldan og árangursríkan hátt.Með þremur tímum næst að fara yfir nánast öll atriði í skíðagöngunni þannig að þú hafir möguleika á að bæta tæknina fyrir næsta stórmót eða bara til að svífa betur um á snævi þöktum snjónum. Byrjendur, lengra komnir sem og keppendur í öllum aldursflokkum geta nýtt sér þessa þjónustu. Kennari er Einar Ólafsson og kennt verður á höfuðborgarsvæðinu þar sem er nægur snjór og sæmilegt veður.
36.000 kr.
30.000 kr. fyrir meðlimi síðunnar
Farið í helstu undirstöðuatriði tækninnar hvort sem það er tækni fyrir hefðbundna skíðagöngu eða skautatækni á einfaldan og árangursríkan hátt. Byrjendur, lengra komnir sem og keppendur í öllum aldursflokkum geta nýtt sér þessa þjónustu. Kennari er Einar Ólafsson og kennt verður á höfuðborgarsvæðinu þar sem er nægur snjór og sæmilegt veður.
18.000 kr.
15.000 kr. fyrir meðlimi síðunnar
Eina kennslubókin um skíðagöngu á Íslandi. Kjörin bók fyrir þá sem vilja bæta sig samhliða því að vera áskrifandi að skidaganga.is að sjálfsögðu.
5.000 kr.
Nýjar myndir og sér kafli um skautatækni auk ýmissa upplýsinga um alþjóðleg skíðagöngumót líkt og Vasagönguna, Fossavatnið og fleiri.
3.500 kr.
Áskrifendur síðunnar geta sent inn myndbönd af sjálfum sér sem kennari fer yfir og sendir til baka með leiðbeiningum. Fyrir hverja myndbandsgreiningu fylgir einnig leyfi til að birta mynbandið á síðunni. Það getur tekið allt að eina viku fyrir greiningu.
3.000 kr.
Áskrifendur síðunnar geta sent inn myndbönd af sjálfum sér sem kennari fer yfir og sendir til baka með leiðbeiningum. Myndbandið verður ekki birt á síðunni. Það getur tekið allt að eina viku fyrir greiningu.
5.900 kr.
Áskrifendur skidaganga.is eru byrjendur, lengra komnir iðkendur, keppnisfólk, þjálfarar, ungir iðkendur og foreldrar þeirra. Þú þarft ekki að vera þjálfari eða hafa náð einhverju ákveðnu getustigi til að nýta þér þjónustu okkar.
Þessi netnálgun í tækni fyrir skíðagönguna er allt öðruvísi upplifun en að læra hjá kennara á staðnum. Þú þarft ekki að standa í kulda og trekki á meðan kennarinn talar. Þú getur horft á myndböndin aftur og aftur og eins oft og þú vilt. Hæg myndskeið eru sérstaklega hjálpleg við að greina tæknina og í raun ómetanleg fyrir þig að átta þig á hvernig á að nýta tæknina til fulls í brautinni. Margir af okkar áskrifendum hafa náð undraverðum árangri með því að horfa á myndböndin okkar.
Helst ekki. Við viljum halda síðunni gangandi og sjálfsagt er hægt að finna leið til að hlaða þeim niður en það er ekki leyfilegt af okkar hálfu.
Við teljum okkur hafa töluvert vit á skíðagöngu en langt frá því að vera alvitur. Við reynum að vera opin fyrir nýjungum hvort sem það er í tækni eða útbúnaði og fögnum allri umræðu um skíðagöngu. Skíðaganga þróast sem og okkar hugsun og viðhorf. Það þurfa ekki endilega allir að vera sammála okkur en það er líka allt í lagi.
Mjög líklega en samt erfitt að segja. Ef þú ert byrjandi þá mun alveg heil ný veröld opnast þér. Ef þú ert reyndur þjálfari þá gætir þú hugsanlega séð nýjan vinkil á einhverri stöðu og/eða nýja stellingu sem þú hafðir ekki séð áður. Ef þú hefur stundað skíðagönguna í nokkur ár þá mun síðan nýtast þér mjög vel við að betrumbæta tæknina. Við sem höfum verið í þessu í tuga ára erum alltaf að reyna að bæta okkar tækni líka. Þetta er sennilega hollasta fíknin sem til er. Velkomin(n).
Já og nei. Þú mátt gjarnan sýna vinum þínum myndböndin en vinsamlegast ekki deila innskráningunni með þeim. Þetta er atvinnan okkar og við myndum vera þakklát fyrir ef það væri virt.
Já við erum með Facebook síðu: Skidaganga.is (hér) og Instagram síðu: skidaganga.is (hér)
Ef þú finnur ekki svörin sem þú ert að leita að, vinsamlegast hafðu samband við okkar
Afhending vöru
Þegar þú verslar í vefverslun Skidaganga getur þú fengið hana senda heim með Íslandspósti. Sumar vörur eru ekki afhentar, einungis veita þær aðgang að vefsvæði Skíðaganga. Allar pantanir sem á að senda og eru gerðar fyrir klukkan 16:00 eru tilbúnar til afhendingar næsta virka dag eftir klukkan 16:00. Ef þær eru gerðar eftir 16:00 þá eru þær tilbúnar þar næsta virka dag eftir klukkan 16:00. Ef pöntunin þín er send með Íslandspósti fer hún í póst í síðasta lagi næsta virka dag. Venjulega tekur þetta ferli ekki nema 2 virka daga. Starfsmenn Íslandspósts keyra síðan pakka til þín á milli kl. 17:00-22:00 á kvöldin. Þetta þýðir að ef þú átt von á pakka eða ábyrgðarbréfi með Íslandspósti, þarftu ekki að fara á næsta pósthús til að ná í sendinguna þína heldur komum við með sendinguna heim til þín. Ef enginn er heima þegar starfsmaður Íslandspósts kemur skilur hann eftir tilkynningu þar sem fram kemur á hvaða pósthúsi hægt er að nálgast sendinguna.
Skilafrestur
Samkvæmt reglum um rafræn kaup, mátt þú hætta við kaupin innan 14 daga að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til þín. Greiðslukvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með ef um vöruskil er að ræða. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema ef um er að ræða ranga/gallaða vöru.
Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Greiðslumöguleikar
Hægt er að greiða með greiðslukorti í vefversluninni.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða um leið og móttaka vöru á sér stað.
Skíðaganga áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi t.d. Reykjavikur
Upplýsingar um seljanda:
Skíðaganga ehf.
520417-3030
Hvassaleiti 39
103 Reykjavík
s: 6963699
info@b3133a.sullivan.shared.1984.is
VSK-númer: 129454
Persónuvernd
Skíðaganga ehf virðir friðhelgi persónuupplýsinga um viðskiptavini sína. Með því að heimsækja vefinn okkar lýsir þú þig samþykkan þeim hefðum sem lýst er í núverandi yfirlýsingu um persónuvernd og öryggi. Ef þú hefur áður heimsótt vefinn okkar vinsamlega kynntu þér yfirlýsinguna að nýju til að fullvissa þig um að þú þekkir núverandi skilmála. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi öryggi og trúnað við meðferð upplýsinga um þig geturðu haft samband við okkur með tölvupósti á info@b3133a.sullivan.shared.1984.is
Persónulegar upplýsingar sem við söfnum
Mögulegt er að við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum um þig, svo sem nafni, heimilisfangi, netfangi, símanúmeri og kreditkortanúmeri, í tengslum við afgreiðslu á pöntun frá þér eða vegna annarra samskipta við þig. Til dæmis skráum við þær persónugreinanlegu upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að koma til skila þeirri vöru sem þú kaupir. Einnig fjármálatengdar upplýsingar, svo sem kreditkortanúmer og heimilisfang vegna reiknings, og einstaklingsupplýsingar, svo sem netföng, heimilisfang, símanúmer og viðtökustað vörusendingar. Fjármálatengdar upplýsingarnar eru nýttar eingöngu til að innheimta greiðslu fyrir þá vöru sem þú kaupir.
Að versla á vefnum okkar
Við leggjum okkur fram um að vernda persónulegar upplýsingar með því að nota þá öryggisstaðla sem viðeigandi eru eftir eðli upplýsinganna, hvort sem þær upplýsingar eru fengnar og/eða geymdar fyrir milligöngu netsins eða ekki. Við gerum allt sem skynsamlegt og viðeigandi getur talist til að koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar glatist, verði stolið, óviðkomandi fái aðgang að þeim, þær verði opinberaðar, afritaðar, notaðar, þeim breytt eða eytt. Við leggjum sérstaka áherslu á að tryggja öryggi upplýsinga þegar keyptar eru vörur í gegnum vefsíðuna. Í þeim tilgangi notum við svokallaða SSL-dulritunartækni. Með SSL eru upplýsingarnar sem þú flytur frá tölvunni þinni dulritaðir yfir á vefþjón Skíðaganga.
Ábyrgðarskilmálar
Vörur Skíðaganga uppfylla ströngustu gæðakröfur. Full framleiðsluábyrgð er vegna galla á efni og vinnu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Ef vara telst gölluð munum við gera við hana eða skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini. Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, þvotti, vanrækslu, venjulegu sliti eða eðlilegu litatapi sem verður við notkun og eða sökum aldurs vörunnar.
Afhending og sendingarkostnaður
Skíðaganga býður viðskiptavinum á Íslandi upp á fría heimsendingu innanlands þegar verslað er fyrir hærri upphæð en kr. 10.000-. Kostnaður við sendingar sem kosta minna en kr. 10.000 er kr. 700 sem leggst ofan á vöruverð. Pantanir er reynt að afgreiða, og koma á flutningsaðila, innan við 24 klukkustundum eftir staðfestingu á pöntun. Sé varan ekki til á lager verður haft samband og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Allar pantanir eru sendar með Póstinum heim að dyrum eða á það pósthús sem er næst kaupanda. Mögulegt er að fá vörur sendar á annað heimilisfang en kaupandans, t.d. ef þú vilt fá vöruna afhenta á vinnustað eða þegar um gjafir er að ræða.
Það tekur almennt 2-3 virka daga að fá vöruna í hendur eftir að gengið hefur verið frá pöntun. Engar pantanir eru sendar á frídögum eða um helgar. Um afhendingu vörunnar gilda afhendingar, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstins.
Um ábyrgð seljanda á vörunni eftir að hún er afhent flutningsaðila fer eftir flutningsskilmálum Póstsins. Eftir að kaupandi hefur fengið vöruna í hendur ber honum án tafar að yfirfara vöruna í því skyni að meta hvort varan sé í umsömdu ásigkomulagi. Kaupandi hefur 14 daga frest eftir afhendingu til að tilkynna seljanda um tjón á vöru sem rekja má til annars en eiginleika vörunnar.
Ef afhending vörunnar tekst ekki vegna atvika sem varða kaupanda þá mun seljandi geyma vöruna á lager í 2 vikur frá því flutningsaðili hefur fyrst reynt að koma vörunni til kaupanda. Að tveimur viknum liðnum hefur seljandi heimild til að rifta samningnum án frekari fyrirvara og endurgreiða kaupanda kaupverðið.
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu. Seljandi heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin.
Um kaup vara í gegnum skidaganga.is gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 sem og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003, eftir því sem við getur átt . Niðurtalning á öllum frestum sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 hefst þegar móttaka vöru á sér stað.