Skíðagöngukennsla í áskrift
Skíðagöngu-
kennsla í áskrift
Yfir 70 tæknimyndbönd fyrir byrjendur sem lengra komna. Frábær leið til að bæta tækni í skíðagöngu.
Skráðu þig í áskrift!
Í áskrift Skíðagöngu.is færðu aðgang að kennsluvef með yfir 70 tæknimyndböndum sem hjálpa þér að verða betri í skíðagöngu ásamt leiðbeiningum um smurningu og viðhald gönguskíða.
Skidaganga.is er ódýr og frábær leið fyrir byrjendur sem lengra komna að bæta tækni í skíðagöngu.
Árs áskrift
12 mánaða aðgangur-
Ótakmarkaður aðgangur að 70 + kennslumyndböndum í ár.
Mánaðaráskrift
1 mánaða aðgangur-
Ótakmarkaður aðgangur að 70 + kennslumyndböndum í mánuð.
Netverslun
Meistaraæfingar fullt prógram
Æfingaplanið er frá nóvember til loka apríl (Hálft tímabilið er frá janúar til loka apríl). Hentar öllum. Byrjendum sem lengra komnum. Skipt í hópa eftir getu og vinum. Þetta er ætlað öllum sem eru í sæmilegu formi og hafa einhverja reynslu í skíðagöngu eða litla reynslu.
Þetta er fyrir þá sem finnast þeir ekki nógu góðir eða svoldið góðir á gönguskíðum :). Þetta er einstaklingsmiðað prógram með skemmtilegu fólki sem finnst gaman að ögra sér og reyna svoldið á sig. Þetta er líka fyrir þá sem eru í Landvættaprógramminu og vilja fá aðeins meira út úr skíðagöngunni. Þetta er fyrir þá sem ætla sér að fara sjálfir í Landvættina og ná góðum árangri í Fossavatnsgöngunni og öðrum almenningsgöngum, nú eða bara koma sér í fantagott form í frábærum félagsskap og með góðu aðhaldi og eftirfylgni. Það eru tvær skíða-tækniæfingar í viku. Að auki er einn jógatími í Yoga shala og einn styrktartími í World Class innifalið í þessu námskeiði.
Meistaraæfingar hálft prógram
Innifalið er sama og fyrir fullt prógram hér að ofan nema frá janúar til loka apríl. Eftirfylgni er vikuleg með stuttum og hnitmiðuðum hvatningarpóstum. Aðstoð og ráðleggingar fyrir mót yfir keppnistímabilið. Að auki er einn jógatími í Yoga shala og einn styrktartími í World Class innifalið í þessu námskeiði.
3ja tíma kennsla á skíðum (3x60 mín)
Farið í helstu undirstöðuatriði tækninnar hvort sem það er tækni fyrir hefðbundna skíðagöngu eða skautatækni á einfaldan og árangursríkan hátt.Með þremur tímum næst að fara yfir nánast öll atriði í skíðagöngunni þannig að þú hafir möguleika á að bæta tæknina fyrir næsta stórmót eða bara til að svífa betur um á snævi þöktum snjónum. Byrjendur, lengra komnir sem og keppendur í öllum aldursflokkum geta nýtt sér þessa þjónustu. Kennari er Einar Ólafsson og kennt verður á höfuðborgarsvæðinu þar sem er nægur snjór og sæmilegt veður. Þetta er hugsað fyrir einn nemenda. 18.000 kr. fyrir hvern auka nemanda. Greiðist sér.
55.000 kr.
Einkakennsla á skíðum (60 mín)
Farið í helstu undirstöðuatriði tækninnar hvort sem það er tækni fyrir hefðbundna skíðagöngu eða skautatækni á einfaldan og árangursríkan hátt. Byrjendur, lengra komnir sem og keppendur í öllum aldursflokkum geta nýtt sér þessa þjónustu. Kennari er Einar Ólafsson og kennt verður á höfuðborgarsvæðinu þar sem er nægur snjór og sæmilegt veður. 4.000 kr. fyrir hvern auka nemanda. Greiðist sér.
20.000 kr.
Skíðaganga eftir Einar Ólafsson
Eina kennslubókin um skíðagöngu á Íslandi. Kjörin bók fyrir þá sem vilja bæta sig samhliða því að vera áskrifandi að skidaganga.is að sjálfsögðu.
5.000 kr.
NÝTT
Fyrirtæki og hópar – 5 manna hópur.
Æfingaplanið er frá desember fram að Fossavatnsgöngunni. Þetta er fyrir fyrirtæki og hópa bæði byrjendursem lengra komna. Ef það er verið að stefna á Vasagönguna, Marcialonga, Fossavatnsgönguna eða aðrar almenningsgöngur þá gæti þetta prógram hentað.
Æft er saman einu sinni í viku yfir tímabilið. Farið er í tækniæfingar í amk 45 mín og svo er æft langþjálfun eða áfangaþjálfun eftir það. Lögð er sérstök áhersla á ýtingar en líka farið í vanagang og aðrar aðferðir til að ná hámarksárangri í tækninni. Hópurinn æfir svo saman aðra æfingu í viku með eða án þjálfara. Um haustið fram í desember er hist einu sinni í viku (án kennslu) á hjólaskíðum. Lagt er upp með prógram fram að stóra mótinu, hvað sem það er og reynt að ná topp formi fyrir það mót.
70.000 kr./á mann
Áskrift að uppfærðri netbókinni, Skíðaganga 2
Nýjar myndir og sér kafli um skautatækni auk ýmissa upplýsinga um alþjóðleg skíðagöngumót líkt og Vasagönguna, Fossavatnið og fleiri.
Greining aðsendra myndbanda með myndbirtingu:
Áskrifendur síðunnar geta sent inn myndbönd af sjálfum sér sem kennari fer yfir og sendir til baka með leiðbeiningum. Fyrir hverja myndbandsgreiningu fylgir einnig leyfi til að birta mynbandið á síðunni. Það getur tekið allt að eina viku fyrir greiningu.
Greining aðsendra myndbanda án myndbirtingar:
Áskrifendur síðunnar geta sent inn myndbönd af sjálfum sér sem kennari fer yfir og sendir til baka með leiðbeiningum. Myndbandið verður ekki birt á síðunni. Það getur tekið allt að eina viku fyrir greiningu.
Kennarar

Einar Ólafsson - Stofnandi
Einar Ólafsson frá Ísafirði er aðal leiðbeinandi síðunnar. Hann er margfaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur ólympíufari með yfir fjörutíu ára reynslu í sportinu.
Einar hefur keppt á fjöldamörgum heimsmeistaramótum og almenningsgöngum á norðurlöndunum, Evrópu og vestan hafs.
Síðustu ár hefur Einar verið einn af aðalkennurunum hjá Ulli í Reykjavík og hefur tekið að sér einkakennslu í nokkur ár. Á árum áður var Einar þjálfari barna og unglinga á Ísafirði og Akureyri. Hann var í skíðamennta-skóla í Svíþjóð í þrjú ár, þar sem hann lærði að búa til prógrömm og þjálfa afreksfólk í greininni. Undanfarin ár hefur Einar einnig verið fararstjóri í skíðagöngu-ferðum til Austurríkis á vegum Bændaferða. Árið 2013 gaf Einar út bókina Skíðaganga en það er eina íslenska skíðagöngukennslubókin sem til er á Íslandi.

Grétar Laxdal
Grétar Laxdal Björnsson er uppalinn í snjónum á Ólafsfirði. Eins og á mörgum minni stöðum var tekið þátt í öllum keppnum sem í boði var og það gerði Gretar einmitt, hvort sem var svigskíði, skíðastökk eða skíðaganga.
Eins og á mörgum minni stöðum var tekið þátt í öllum keppnum sem í boði var og það gerði Gretar einmitt, hvort sem var svigskíði, skíðastökk eða skíðaganga. Skíðagangan náði yfirhöndinni og við tók þátttaka á Andrésar Andar leikunum, sem og unglingameistaramótum. Eftir situr slatti af bikurum, verðlaunapeningum og ekki síst, frábærar minningar. Grétar hefur gaman af allri hreyfingu og kláraði m.a. Landvættina árið 2014. Hann hefur síðustu ár verið virkur í starfi Skíðagöngu-félagsins Ullar og verið með fjölda byrjendanámskeiða. Undanfarin ár hefur Gretar tekið þátt í mörgum almennings skíðagöngukeppnum í Evrópu og haft gaman af. Grétar er einstaklega laginn við kennslu og hefur fengið verðlaun í skíðakennslu fyrir mikla þolinmæði. Ljúfasti drengurinn í fjallinu..

Snorri Eyþór Einarsson
Snorri Eyþór Einarsson er ólympíufari sem hefur náð besta árangri íslendinga í skíðagöngu fyrr og síðar. Snorri fæddist á Íslandi en hefur alist upp að mestu leiti í Noregi í vöggu skíðagönguíþróttarinnar.
Hann fékk góðan undirbúning og kennslu frá einum af goðsögnum skíðagöngunnar, norðmanninum Vegard Ulvang sem er margfaldur heims- og ólympíumeistari. Snorri er jafnvígur á hefðbundna göngu og skautatæknina. Það er hrein unun að sjá Snorra ganga um snævi þakta breiðuna þar sem hver hreyfing er áreynslulaus og falleg. Hann veit hvað þarf til að ná góðum tökum á nýjustu tækni enda hafa masterklass námskeiðin hans selst upp undanfarin tvö ár. Það er mikill fengur fyrir síðuna að fá Snorra í lið með okkur.

Kristrún Guðnadóttir
Kristrún Guðnadóttir úr Ulli er á nokkrum myndböndum en hún er okkar besta skíðagöngukona í dag. Hún lærði skíðagönguna að mestu leiti í Noregi við bestu aðstæður sem völ er á undi leiðsögn hæfra kennara.
Hún stundar nám við norska íþróttaháskólann í Osló. Kristrún hefur haldið nokkur námskeið fyrir krakka og unglinga í Reykjavík. Hún er eina konan í A landsliði Íslands, enda er hún ansi spretthörð og keppti meðal annars á heimsmeistaramótinu í Seefeld í Austurríki 2019 og stóð sig mjög vel. Hún hefur mjög góða tækni í hefðbundinni göngu en þó sérstaklega í skautinu. Skidaganga.is er stolt af að hafa Kristrúnu innan sinna vébanda.
Spurt og svarað
Já við erum með Facebook síðu: Skidaganga.is (hér) og Instagram síðu: skidaganga.is (hér)
Hafa samband
Ef þú finnur ekki svörin sem þú ert að leita að, vinsamlegast hafðu samband við okkar