Fyrirtæki og hópar – 5 – 10 manna hópur. NÝTT

70.000 kr.

Æfingaplanið er frá desember fram að Fossavatnsgöngunni. Þetta er fyrir fyrirtæki og hópa bæði byrjendursem lengra komna. Ef það er verið að stefna á Vasagönguna, Marcialonga, Fossavatnsgönguna eða aðrar almenningsgöngur þá gæti þetta prógram hentað. Æft er saman einu sinni í viku yfir tímabilið. Farið er í tækniæfingar í amk 45 mín og svo er æft langþjálfun eða áfangaþjálfun eftir það. Lögð er sérstök áhersla á ýtingar en líka farið í vanagang og aðrar aðferðir til að ná hámarksárangri í tækninni. Hópurinn æfir svo saman aðra æfingu í viku án þjálfara. Um haustið fram í desember er hist einu sinni í viku (án kennslu) á hjólaskíðum. Lagt er upp með prógram fram að stóra mótinu, hvað sem það er og reynt að ná topp formi fyrir það mót.